Hreyfing - Næring - Sköpun - Leikur Hafa samband

Gryfjan er samstarfsverkefni Heiðarskóla og leikskólanna Heiðarsels og Garðarsels. Markmið með verkefninu er að það verði samfélgaslegt verkefni í Heiðarhverfinu þar sem bæði skólasamfélagið og íbúar komi að verkefninu. Verkefnið er á frumstigi og hafa börnin á Heiðarseli verið að fara með lífrænan úrgang í Gryfjun þar sem þau hafa ásamt kennurum sínum grafið holur og sett úrganginn ofaní. Einnig höfum við gróðursett trjáplöntur sem við höfum fengið gefins. Börnunum finnst mjög gaman að fara í ferðir í Gryfjuna og vonum við að hún verði skemmtilegt svæði fyrir börnin í framtíðinni.