news

Garðurinn okkar snyrtur og fegraður

13. 06. 2019

Í gær var skertur dagur í Heiðarseli.

Starfsfólk ásamt foreldrum og börnum komu saman í garðinum okkar til að snyrta hann og fegra. Við erum ótrúlega þakklát öllum þeim sem höfðu tök á að aðstoða okkur og fannst okkur þetta takast einkar vel.

Verkefni á við þetta kennir börnunum samfélagslega ábyrgð, er hluti af umhverfismennt sem um leið eykur orðaforða og hugtakaskilning.

Að vinna saman er gott veganesti út í lífið.

© 2016 - 2020 Karellen